föstudagur 9 júní 06 2023
Fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...

Fróðleiksmoli - formskilyrði sölureikninga


Í starfi okkar kemur því miður reglulega fyrir að við fáum til okkar reikninga sem að uppfylla ekki kröfur um form sölureikninga og því ekki löglegir. Hver sá sem gefur út reikning fyrir þjónustu eða selda vöru þarf að gæta þess að reikningur uppfylli formskilyrði.

Þær formreglur sem gilda um sölureikninga eru þessar:

* Tölusetning: Öll reikningseyðublöð skulu vera fyrirfram tölusett með áprentuð númer í samfelldri töluröð. Þannig er t.d. ekki nægjanlegt að prenta reikninga úr tölvu sem jafnframt númerar reikningana um leið. Númeraröðin verður að vera prentuð samfellt áður.

* Þrírit: Reikningseyðublöð skulu vera í þríriti og fær kaupandi frumrit í hendur, samrit skal varðveita í réttri töluröð en annað samrit er lagt til grundvallar færslu á sölu í bókhaldi. Heimilt er að fella niður þriðja eintakið ef þess í stað er gert söluuppgjörsyfirlit yfir útgefna reikninga þar sem m.a. kemur fram númer, dagsetning og fjárhæð hvers reiknings.

* Upplýsingar: Við útgáfu reiknings skal koma fram útgáfudagur, nafn, kennitala og skráningarnúmer (virðisaukaskattsnúmer) seljanda. Ef seljandi er með fleiri en eitt skráningarnúmer þarf hann sérstaka númeraröð vegna hvers þeirra.

* Sölureikningur/sjóðvél: Sölureikningur sem gefinn er út samhliða skráningu í sjóðvél vegna lánssölu eða sölu til skráðs aðila sem þarf reikning til nota í bókhaldi sínu og sem færsla innskatts getur byggst á þarf ekki að vera fyrirfram númeraður. Aftur á móti ber að hefta greiðslukvittun sjóðvélar við eintak kaupanda af reikningi. Samrit reikninga af þessum toga ber að varðveita í réttri útgáfuröð.

* Rafrænn sölureikningur: Á rafrænum sölureikningi teljast ákvæði um frumrit, samrit og eintak í réttri röð eða söluuppgjörsyfirlit uppfyllt þegar farið er eftir ákvæðum III. kafla reglugerðar nr. 505/2013. Talið er nægjanlegt að seljandi, sem er með rafrænt bókhaldskerfi, prenti rafrænan sölureikning í einriti fyrir viðskiptamann sem ekki er með slíkt bókhaldskerfi eða hefur ekki búnað til móttöku rafræns sölureiknings. Prentað eintak rafræns sölureiknings skal bera með sér að það sé frumrit hans skv. reglugerð nr. 505/2013.

* TS-sölureikningur: Sölureikningur í einriti úr tekjuskráningarkerfi sem ríkisskattstjóri hefur samþykkt sérstaklega skal bera með sér tilvísun í slíka samþykkt (TS-númer). Skorti á yfirlýsingu um uppruna í rafrænt sölukerfi eða TS-númer á sölureikninga í einriti eru þeir ekki tækir til grundvallar færslu á innskatti.

(birt 18.04.2018 - nánari upplýsingar má finna á  www.rsk.is)

Birt 10. nóvember 2013

Enn á ný verðum við vör við einn algengasta misskilning sem til er varðandi skattskyldu einstaklinga. Hver hefur ekki heyrt fullyrðinguna "það má sko hafa 500.000 í tekjur án þess að borga skatt" ??

Svar við þessu er að sjálfsögðu nei. Okkur þykir þó líklegast að þessi misskilningur sé tilkominn vegna ákvæðis 3. tl. 4. gr. laga nr 50/1988 um virðisaukaskatts.

Lengi vel eftir að lög um virðisaukaskatt var fjárhæðin sem um er rætt í 3. tl 500.000 kr en í lok árs 2010 var hún hækkuð í 1.000.000 skv lögum nr 163/2010.

Það er jú því að vissu leyti hægt að svara svona fullyrðingu með já - ef rætt er um virðisaukaskatt. Greiða þarf hins vegar tekjuskatt skv lögum nr 90/2003 um tekjuskatt.