Launavinnsla Tökum að okkur launavinnslu fyrir lítil og stór fyrirtæki. Laun unnin í DK – viðskiptahugbúnaði. Starfsmenn bókhaldsstofunnar hafa einnig unnið við H-launakerfið, Tok-launakerfið og Agnes ( sjómannalaun ). Allar skilagreinar sendar rafrænt til skattstjóra, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og þeirra aðila sem til þarf. Launamiðar unnir í janúar ár hvert og sendir launamönnum og skattstjóra Mikil hagræðing getur náðst í fyrirtækjum með því að útvista launavinnslu. Mikilvægt er að laun séu rétt unnin og er vinnsla þeirra sérhæfð. Við leggjum áherslu á að meðferð gagna vegna launavinnslu sé tryggð og að tryggt sé að vilji fyrirtækið viðhafa launaleynd þá sé tryggt að slíkt sé virt. Dæmi um útlit launaseðils úr dk launakerfinu: |