föstudagur 9 júní 06 2023
Fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...

 

Hvað er útvistun?

Á tímum sífellt meiri tækni færist það æ meira í vöxt að fyrirtæki feli utanaðkomandi aðila umsjón með bókhaldi fyrirtækisins.  Þau sjá sér einfaldlega hag í því.

Þetta fyrirkomulag heitir á ensku “outsourcing” og hefur verið nefnt “útvistun” á íslensku.

Það að útvista bókhaldsumsjón fyrirtæksinsins getur verið á margan hátt.  Allt frá því að bara umsjón með færslu bókhaldsins sé útvistað í það að nær skrifstofuhaldið sé útvistað.  Það er bókhald, launavinnsla, greiðslur reikninga, afstemmingar, upplýsingagjöf til stjórnenda og margt fleira.

Rök fyrir kostum útvistunar

Lækkun kostnaðar.

Nefna má til dæmis lægri húsnæðiskostnað, minni fjárfestingu, færra   starfsfólk og lægri tækjakostnað
 

Stjórnendum hafa meiri og betri tíma til að sinna því sem þeir gera best
 

Oft fer mikill tími hjá stjórnendum í að sinna þessum verkþáttum.  Tíma þeirra er  oft mun betur varið í það sem þeir gera best… stjórna sínu fyrirtæki og afla þeim tekna

      Auðveldara og betra aðgengi að sérfræðiþekkingu og ráðgjöf

Aukið innra eftirlit.

Stuðningur og aðhald fyrir reksturinn frá utanaðkomandi aðila