laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
20.11.21
Ábending til viðskiptavina!
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember

Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Auk þess er kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%

Við þetta bætist að nýleg frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast, úr 0,75% í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt frá skattskyldum tekjum sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna

Markmið breytinganna er að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að styðja við almannaheillastarfsemi milliliðalaust, auk þess að styrkja stöðu lögaðila sem starfa til almannaheilla