laugardagur 30 september 09 2023
Nřjustu frÚttir
FrÚttir
Nř l÷g um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tˇku gildi Ý nˇvember L÷gin fela Ý sÚr nřja heimild fyrir einstaklinga til a­ draga allt a­ 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
FrÚttir
22.12.20
Bifrei­ahlunnindi

Minnum á skyldu launþega til að greiða skatt af bifreiðahlunnindum!

Umráð launþega yfir bifreið launagreiðanda skal færa til tekna samkvæmt matsreglum sem birtar eru árlega í skattmati. Sömu reglur gildi hvort heldur bifreið er í eigu launagreiðandans eða hann hefur hana á leigu eða til láns. Matsreglurnar gilda um fólksbifreiðar, þ.m.t. skutbifreiðar, jeppabifreiðar, og aðrar bifreiðar sem hægt er að hafa sambærileg not af.

Ákvörðun bifreiðahlunninda á árinu 2020 byggist almennt á eftirfarandi reglum:

1. Ákvarða þarf grunnverð sem útreikningurinn miðast við að teknu tilliti til heimillar niðurfærslu milli ára og reikna skattskyld hlunnindi samkvæmt því. Þetta grunnverð er ekki framreiknað á milli ára en heimilt er að færa það niður um 10% á ári í fyrsta skipti á árinu eftir kaupárið, að hámarki 50%. Athugið að niðurfærslan reiknast alltaf af því verði sem útreikningur byggðist á árið áður, sbr. dæmi sem birt eru í skattmati.

2. Ef launagreiðandi keypti bifreiðina á árinu 2014 eða síðar er grunnverðið ákvarðað jafnt og kaupverðið var, hvort sem bifreiðin var keypt notuð eða ný. Þetta er sama verð og fært var í eignaskrá með skattframtali launagreiðanda á kaupári bifreiðarinnar.

3. Ef launagreiðandi keypti bifreiðina á árinu 2013 eða fyrr er grunnverðið fundið með því að fara í Bifreiðaskrá þess árs sem bifreiðin var fyrst tekin í notkun. Ef bifreið var t.d. tekin í notkun á árinu 2008 á að fara í Bifreiðaskrá 2008 jafnvel þótt launagreiðandi hafi ekki keypt hana fyrr en 2010.

4. Ef bifreið er ekki í eigu launagreiðanda heldur t.d. tekin á leigu er almenna reglan sú að grunnverð skal miða við verðlistaverð þegar bifreiðin er tekin á leigu/notkun hjá launagreiðandanum. Síðan gildir sama regla um niðurfærslu á grunnverðinu eins og þegar um er að ræða eigin bifreið launagreiðanda, sbr. lið eitt að framan. Ef tekin er á leigu eldri bifreið má fara í Bifreiðaskrá þegar hún var fyrst tekin í notkun og finna grunnverðið þar og síðan er sama regla og alltaf um niðurfærslu milli ára.

Ef launamaður greiðir launagreiðanda sínum sannanlega fyrir afnot bifreiðarinnar koma slíkar greiðslur til frádráttar tekjumatinu. Umráð bifreiðar geta annað hvort verið full og ótakmörkuð eða takmörkuð og miðast hlunnindatekjurnar við það.

Full og ótakmörkuð umráð

Ef launagreiðandi lætur starfsmanni sínum í té bifreið til fullra umráða skal meta þau starfsmanninum til tekna án tillits til notkunar hans á bifreiðinni. Ef starfsmaður hefur fleiri en eina bifreið frá launagreiðanda sínum til umráða samtímis fyrir sig, eða fjölskyldu sína, reiknast hlunnindin til tekna vegna hverrar bifreiðar fyrir sig.

Greiði starfsmaður sjálfur rekstrarkostnað bifreiðar sem hann hefur til umráða skal lækka fjárhæð hlunnindanna samkvæmt reglum í skattmati ríkisskattstjóra. Með rekstrarkostnaði í þessu sambandi er átt við eldsneytiskostnað, smurningu, þrif o.þ.h.

Takmörkuð afnot

Ef starfsmaður fær afnot af bifreið launagreiðanda síns og honum er einungis heimilt að nota hana utan vinnutíma til aksturs milli heimilis og vinnustaðar og til einstakra tilfallandi afnota telst hann hafa takmörkuð afnot af bifreiðinni. Er þá einnig miðað við að bifreiðin sé að öðru leyti notuð í daglegum rekstri launagreiðandans. Takmörkuð afnot skulu metin til tekna miðað við ákveðna krónutölu á hvern ekinn kílómetra, sem ákvörðuð er árlega í skattmati.

Gögn um takmörkuð afnot þarf að færa greinilega og vera aðgengileg skattyfirvöldum, hvort sem er í bókhaldi launagreiðanda eða hjá starfsmanni. Sé um frekari afnot að ræða telst starfsmaður hafa full og ótakmörkuð umráð bifreiðar.

Eigendur og stjórnendur

Eigendur fyrirtækja, framkvæmdastjórar þeirra og aðrir í sambærilegum störfum sem og stjórnarmenn félaga teljast ætíð hafa full og ótakmörkuð umráð yfir þeim fólksbifreiðum sem þeim eru látnar í té og þeir hafa til einkanota, þ.m.t. skutbifreiðum, jeppabifreiðum, eða öðrum þeim bifreiðum sem hægt er að hafa sambærileg not af.

Reiknivél bifreiðahlunninda má finna hér