Eins og undirrituð hefur áður greint frá þá var stærstur hluti rekstrar Húnabókhalds seldur í vetur til KPMG og tóku þeir við frá 1. mars sl. Hluti af samningnum var að ég myndi starfa áfram hjá þeim fram á vor, enda skattavertíð framundan. 23. apríl sl var síðasta einstaklingsframtalinu skilað og við tók vinna við að koma gögnum og öðru yfir til KPMG. Síðasti vinnudagur minn á Húnabrautinni var 6. maí sl. Þó á ég eftir að klára örfá uppgjör fyrirtækja áður en öllu er lokið.
Framundan hjá mér er að klára smá frí sem að ég var ákveðin í að taka. Frá og með 27. maí nk verður skrifstofa Húnabókhalds í Síðumúla 13 opin frá kl 8:00 - 12:00. Einhverja daga verður opið eftir hádegi líka, allt eftir því hvernig verkefnastaðan verður.
Kveðja,
Rannveig Lena