laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til ađ draga allt ađ 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
07.03.19
Fréttir af skrifstofunni

Vegna orðróms í samfélaginu hér á Blönduósi undanfarið.... Núna get ég nú staðfest að þann 28. febrúar 2019 var undirritaður samningur um kaup KPMG ehf á skrifstofu Húnabókhalds ehf á Blönduósi.   Ástæða þessa er fyrst og fremst fyrirhugaður brottflutningur minn frá Blönduósi.

Ástæðan fyrir því að ég tók ákvörðun um að selja og flytja er hvorki einföld eða léttvæg. Eins og mörg ykkar vita þá hef ég unnið mikið í langan tíma. Fyrirtækið hefur farið stækkandi og ég hef lagt mikla áherslu á að sinna mínu starfi vel og þjónusta viðskiptavini mjög vel.

Vinnan hefur oft verið langt umfram það sem telst normal vinnutími. Í hvert skipti sem ég hef reynt að taka mér frí og fara eitthvað í burtu þá hefur vinnan alltaf fylgt mér, hvort sem ég hef verið innanlands eða utan. Jú, vissulega er þetta að mörgu leyti sjálfsskipað ástand. Svona hefur raunveruleiki minn þó verið og lengi hef ég lokað augunum fyrir því að þetta væri kannski ekki alveg eðlilegt ástand.  Lengi hefur þetta bitnað á fjölskyldunni, ekki síst börnunum mínum.

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá á ég tvö börn, drengurinn er þó formlega orðinn fullorðinn í árum.  Hann fékk það hlutverk í lífinu að glíma við fötlun. Sú staðreynd er hluti af ástæðu þess að ég tók þá ákvörðun að flytja. Einfaldlega til að geta verið meira með honum og aðstoðað hann meira og betur í því að búa honum betri framtíð. Yngra barnið mitt býr einnig fyrir sunnan en hún valdi að fara þangað í framhaldsskóla eftir að grunnskólagögnu hérna lauk. Ekki ætla ég þó heldur að reyna að þræta fyrir að sú staðreynd að eiginmaður minn og stjúpdóttir búa einnig fyrir sunnan hefur eðlilega áhrif á þessa ákvörðun mína.

Ástæða ákvörðunarinnar skiptir kannski ekki máli en mig langaði þó til að gera tilraun til að útskýra ákvörðun mína.

Frá 1. mars mun skrifstofan að Húnabraut 13 á Blönduósi því tilheyra rekstri KPMG ehf.  Fyrst um sinn mun skrifstofan verða rekin með sama sniði og verið hefur.   Sömu starfsmenn verða þar og sama þjónustan.  Ég mun sjálf starfa hjá KPMG fram á sumar og klára skattavertíðina sem er nú nýlega hafin. Flutningur suður er því ekki fyrr en í byrjun sumars.

Ég mun starfa áfram við bókhald á skrifstofu félagsins í Reykjavík, reksturinn verður bara mun minni í sniðum.

Að lokum þá langar mig til að þakka öllum viðskiptavinum mínum fyrir afar góðð og farsæl samskipti á liðnum árum og óska þess að í framtíðinni eigi þeir jafn ánægjuleg samskipti við nýjan eiganda. Að sjálfsögðu mun ég svara hverjum þeim sem hafa samband og vilja ræða þetta mál við mig.

Með vinsemd og virðingu,
Rannveig Lena Gísladóttir
framkvæmdastjóri Húnabókhalds ehf