Fréttir
08.01.19
Miðaskil til RSK 2019
Loka skiladagur upplýsinga vegna framtalsgerðar 2019 er 21. janúar nk ( sjá skattadagatal RSK ). Þær upplýsingar sem þarf að skila inn rafrænt eru
- Launamiðar
- Verktakamiðar
- Hlutafjármiðar
Þeir sem eru hér í reglulegri þjónustu varðandi laun þurfa ekki að hafa áhyggjur af skilum á launamiðum, við sjáum um þau mál. Þeir sem reikna laun sjálfir þurfa að láta okkur vita tímanlega ef að við eigum að skilla inn launamiðum.
Verktakamiðum verður skilað jafn óðum og slikt er hægt.
Hlutafjármiðaskil verða búin tímanlega hjá öllum þeim fyrirtækjum sem við vinnum fyrir.