laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
21.12.18
Staðgreiðsla 2019
Samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi hvers árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði. Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 3,7% á tólf mánaða tímabili. Í lögunum er einnig að finna nýsamþykkt bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að í upphafi árs 2019 skuli persónuafslátturinn hækka einu prósentustigi umfram vísitölu neysluverðs.

Á grundvelli þessa nemur hækkun persónuafsláttar 4,7% og verður persónuafsláttur einstaklinga 677.358 kr. fyrir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði.

Staðgreiðsluhlutfall ársins 2019 í heild, þ.e. samanlagt hlutfall tekjuskatts og meðalútsvars, verður áfram 36,94% á tekjur í neðra þrepi og 46,24% á tekjur í efra þrepi. Tryggingagjald lækkar um 0,25 prósentustig um áramótin og verður því 6,60%