laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
18.12.18
Lögfræðiþjónusta

Kæru viðskiptavinir,

Húnabókhald hefur ákveðið að bjóða upp á lögfræðiráðgjöf sem felst í því að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við lögfræðileg álitaefni og meta þær leiðir sem færar eru hverju sinni.


Hjá Húnabókhaldi starfa tveir lögfræðingar sem veita umrædda ráðgjöf.


Atli Einarsson hefur lokið BA námi í lögfræði (atli@hunabokhald.is)


Grímur Rúnar Lárusson hefur lokið meistaraprófi í lögfræði (grimur@hunabokhald.is)

Meðal þeirrar lögfræðiráðgjafar sem Húnabókhald mun veita er:


- Stofnun félaga, hækkun/lækkun hlutafjár og ráðgjöf um málefni eigenda.
- Ráðgjöf og samningar um kaup og sölu fyrirtækja
- Aðstoð við skráningu félaga
- Gerð lánasamninga, leigusamninga og tengdra skjala.
- Gerð ráðningarsamninga, starfslokasamninga og kaupréttarsamninga
- Ráðgjöf og skjalagerð á sviði fjölskylduréttar
- Ráðgjöf og skjalagerð á sviði erfðaréttar
- Almenn samninga- og skjalagerð
- Ráðgjöf á sviði vátryggingaréttar og aðstoð við innheimtu slysabóta
- Samskipti við stjórnvöld, þ.á.m. aðstoð við meðferð kærumála og umsókna
hjá stjórnvöldum
- Ráðgjöf á sviði skattaréttar bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum
- Ráðgjöf og aðstoð við innleiðingu nýrra persónuverndarlaga hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Tímagjald er innheimt fyrir þjónustuna, 14.200 kr pr klst án vsk

Tökum vel á móti öllum, opnunartími skrifstofunnar er frá kl 9 - 15 alla virka daga.