sunnudagur 20 j˙nÝ 06 2021
Nřjustu frÚttir
FrÚttir
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Bókhald er eitt mikilvægasta stjórntæki hvers rekstrar og nauðsynlegt að það sé unnið...
FrÚttir
18.09.18
FrÚttir af skrifstofunni

Í morgun hóf störf hjá okkur nýr starfsmaður, Grímur Rúnar Lárusson.  Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins. Grímur ætti að vera flestum Húnvetningum amk kunnur enda heimamaður sem hefur kosið að flytja aftur á heimaslóðirnar eftir nám.  Grímur er útskrifaðir lögfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Netfangið hans er grimur@hunabokhald.is og mun hann starfa við færslu bókhalds, afstemmingar, uppgjör og skattskil. 


Núna erum við fjögur á skrifstofunni daglega en Gísli mun starfa eitthvað áfram við uppgjör og skattskil en þó ekki með fasta viðveru.  Opnunartími er sá sami og áður, 9 - 15 alla virka daga.  Ef einhver þarf á aðstoð okkar að halda eða koma til okkar gögnum utan þess tíma þá má alltaf reyna að hringja í skrifstofusímann og þá fæst samband við undirritaða.

Framundan hjá okkur er að gera þjónustusamninga við alla okkar viðskiptavini.  Slíkt er nauðsynlegt vegna nýrra persónuverndarlaga.  Þegar að drög samnings liggja fyrir þá munum við senda öllum lögaðilum og einstaklingum í rekstri samninginn til yfirlestrar og bréf sem útskýrir málið og hvað gera þurfi í framhaldinu.

Hlökkum til að starfa fyrir ykkur áfram og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í hópinn.

fh Húnabókhalds ehf

Rannveig Lena