laugardagur 30 september 09 2023
Nřjustu frÚttir
FrÚttir
Nř l÷g um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tˇku gildi Ý nˇvember L÷gin fela Ý sÚr nřja heimild fyrir einstaklinga til a­ draga allt a­ 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
FrÚttir
05.04.18
Nřr starfsma­ur - nř verkefni

Nú þegar farið er að síga á seinni hluta "skattavertíðar" hjá okkur og undirrituð orðin ansi þreytt eftir langa vinnudaga sl vikur. Þetta er árlegur vandræða tími hérna en við höfum reynt okkar besta til að klára öll nauðsynleg verkefni og komin með forgangslista yfir það sem þarf að klára "eftir skatt".

Verkefnalistinn okkar lengist sífellt og sérstaklega þegar kemur að umsjón bókhalds fyrir fyrirtæki og einstaklinga í rekstri. Fjölgun ehf milli áranna 2016 / 2017 er um 15%. Mörg fyrirtækjanna sem hafa bæst við eru með talsverð umsvif og þarfnast mikillar þjónustu sem er okkur sönn ánægja að veita.

Þessi aukning er þess eðlis að gengið hefur verið frá ráðningu nýs starfsmanns. Atli Einarsson mun hefja störf hjá okkur í sumar. Hann er að ljúka í vor BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og mun í framhaldinu fara í nám til viðurkenningar bókara samhliða vinnu. Við bíðum spennt eftir að fá Atla í hópinn.

Gísli hefur sl tvö ár verið að draga úr vinnu en mun ljúka skattavertíðinni með okkur og í kjölfarið fara í gott frí og ekki vera með fasta viðveru. Mun eftir bestu getu koma til vinnu þegar við köllum eftir því. Reiknum við með að hann sinni áfram ákveðnum störfum en eitthvað af því sem hann hefur sinnt mun færast yfir á aðra starfsmenn. Sú yfirfærsla verður vonandi eins einföld og hægt er og vonandi eiga viðskiptavinir okkar ekki eftir að finna fyrir neinum óþægindum varðandi þetta.

Í febrúar lok bauð ég mig fram í verkefni næsta árið sem ég er spennt fyrir og gríðarlega þakklát fyrir að hafa fengið traust félaga minna til að sinna því hlutverki að vera formaður félags bókhaldsstofa, í það minnsta í eitt ár. Ég hef starfað innan þessa félags síðan að ég flutti hingað norður 2004 og áður setið í stjórn sem gjaldkeri. Að tilheyra svona fagfélagi er ómetanlegt, sérstaklega þegar kemur að því að hafa stuðning annars fagfólks þegar að á þarf að halda. Viskubrunnur félagsmanna er gríðarlegur og gott að sækja í hann þegar að mín kunnátta þrýtur. "fréttaskrifum" lokið og nauðsynlegt að halda áfram með framtalsvinnu - það er víst ennþá svolítið eftir en fáir dagar til stefnu

kveðja til ykkar allra,

Rannveig Lena

framkvæmdastjóri Húnabókhalds ehf