laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
02.03.18
Skattframtal 2018

Eftir mikla törn við vinnu við vsk skil bænda fyrir júlí - desember þá er komið að því  -  skattframtal 2018 !

Við viljum minna viðskiptavini okkar á að þrátt fyrir auglýsingar frá RSK um að hægt sé að sækja um frest til að skila framtali þá er  það EKKI nauðsynlegt fyrir þá að sækja um frest og við þurfum þess ekki heldur. Sem fagaðilar þá höfum við lengri frest fyrir þá sem verður skilað á okkar vegum. 

Þrátt fyrir lengri frest okkar þá er afar mikilvægt að allir skili gögnum til okkar sem fyrst því að þrátt fyrir góðan vilja og langa daga þá er hægt að skila öllum á síðustu dögunum. Þar að auki er okkur óheimilt skv reglum RSK að skila mörgum inn á síðustu dögunum.

Fyrir þá rekstraraðila sem við teljum fram fyrir þá er auðvitað mikið af gögnum nú þegar komið en hjá lang flestum bændum vantar til dæmis nær alltaf búfjárskýrsluna, ekki hjá öllum þó. Takið endilega saman þau gögn sem enn eru hjá ykkur og komið til okkar án þess að við þurfum að minna á skilin frekar.  Það er vont að þurfa að eyða miklum tíma í símtöl og vesen við að minna á gagnaskil. 

Opnunartími í mars og apríl er sá sami og alltaf, 9 - 15.  Hins vegar verðum við hér við vinnu mikið utan þess tíma en ef enginn er við þegar mætt er með gögn þá endilega hringið í síma 893-0816 og við reddum málinu.

kveðja,

starfsfólk Húnabókhalds ehf