Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.
Á grundvelli þess verður persónuafsláttur 646.739 kr. fyrir árið 2018, eða 53.895 á mánuði. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar um 11.859 kr. milli áranna 2017 og 2018, eða um 988 kr. á mánuði og nemur hækkunin 1,9%.
Staðgreiðsluhlutfall ársins 2018 í heild, þ.e. samanlagt hlutfall tekjuskatts og meðalútsvars, verður áfram 36,94% á tekjur í neðra þrepi og 46,24% á tekjur í efra þrepi.
Tryggingagjald er óbreytt milli ára, 6,85%
Nánar má lesa um breytingar í upphafi árs 2018 inná vef Fjármála og efnahagsráðuneytis