laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
08.12.17
Viðskiptavinir athugið

Vegna fjölgunar viðskiptavina þá er okkur nauðsynlegt að skipuleggja okkur mjög vel við vinnu og því er ástand eins og við stóðum frammi fyrir við síðustu vsk skil, alls ekki nógu gott.  Þrátt fyrir ábendingar okkar mjög tímanlega um gagnaskil þá skiluðu margir mjög seint.

Því viljum við biðja þá viðskiptavini okkar sem eru í tveggja mánaða vsk skilum að skila inn gögnum mánaðarlega.  Þeir sem eru í sex mánaða skilum eru beðnir að skila inn gögnum á ca 2-3 mánaða fresti og muna að skila inn öllum gögnum fyrir tímabilið. Með þessu móti
getum við unnið jafnt og þétt í bókhaldi ykkar allra.

Bændur athugið.... endilega skilið inn þeim gögnum sem nú bíða hjá ykkur vegna seinni hluta ársins 2017. 

tökum brosandi á móti gögnum alla virka daga frá kl 9 - 15.  Ef einhver er á ferðinni utan opnunartíma þá er alltaf hægt að hringja í 893-0816 og ég tek á móti gögnum ef ég er heima.

kveðja, Rannveig Lena

Húnabókhald ehf