Fréttir
29.06.17
Mótframlag í lífeyrissjóð hækkar
Við minnum atvinnurekendur á að skv kjarasamningum ber að hækka mótframlag í lífeyrissjóð frá og með 1. júlí nk. Mótframlagið verður frá þeim tíma komið í 10%. Við munum að sjálfsögðu uppfæra launakerfin hjá þeim sem að við reiknum laun fyrir.
Hins vegar ber eigendum fyrirtækja og þeim sem reikna sér endurgjald ekki að hækka sitt mótframlag ef þeir kjósa svo. Við munum því ekki hækka mótframlag þeirra aðila nema að um það sé beðið sérstaklega. Þeir sem vilja breytingar endilega látið vita fyrir júlí lok.
kveðja,
Rannveig Lena