Eins og undanfarin ár þá munum við ekki loka vegna sumarfría nema þá hugsanlega einn og einn dag sem ekkert okkar verður við á skrifstofunni.
Ingunn María verður í sumarfríi 12. júlí - 10. ágúst. Eins og flestir viðskiptavina okkar vita þá hefur Gísli verið í vinnu eftir bestu getu sl mánuði en veturinn og vorið hefur reynst okkur báðum erfitt eftir atburði sem hrundu yfir okkur sl haust. Næstu mánuðir verða svipaðir, hann verður eins mikið við vinnu og hægt er.
Sjálf ætla ég að taka mér frí frá 7. - 23. júní nk. Verð þó ekki alveg frá, vinnan fylgir mér hvert sem ég fer nánast. Frá og með 26. júní verð ég á skrifstofunni alla virka daga.
lífið er núna, njótið þess í botn í sumar!
kveðja
Rannveig Lena