Þessa dagana virðist tíminn líða á einhverjum ógnar hraða og þrátt fyrir að vera næstum því nýbúin með vsk uppgjör vegna mars/apríl þá styttist hratt í skil vegna maí/júní. Eindagi greiðslu hjá þeim sem eru í tveggja mánaða skilum er 5. ágúst nk (föstudagur eftir verslunarmannahelgi). Þar sem að ég er að mestu leyti ein á skrifstofunni þessa dagana þá væri óskaplega gott að fá gögn inn mjög tímanlega. Jafnvel þó að ekki sé hægt að skila öllu í einu.
VSK skil bænda eru líka framundan. Eindagi greiðslu vegna janúar/júní er 1. september nk. Fyrir bændur gildir sama beiðnin, endilega skilið inn gögnum sem fyrst. Ansi margir bændur skila bara inn vsk gögnum fyrir fyrra tímabilið en geyma annað þangað til með seinna tímabilinu eða jafnvel ekki fyrr en við framtalsgerð. Núna verðum við að breyta skipulaginu hjá okkur og biðjum því bændur um að skila inn ÖLLUM gögnum sem liggja fyrir vegna ársins þegar að komið er með gögn. Því meira sem hægt er að bóka og vera tilbúinn með þegar kemur að uppgjöri og framtalsgerð því betra fyrir okkur.
Minnum á breyttan opnunartíma til og með 3. ágúst.
mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar: Opið frá 12:30 - 15:00
miðvikudagar og föstudagar: opið frá 9:00 - 15:00
Síminn er nær alltaf opinn, 452-4321.
Sumarkveðja,starfsfólk Húnabókhalds ehf