Í nýlega gerðum kjarasamningum var sett inn ákvæði er varðar hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð í 8,5% frá og með 1. júlí 2016. Einnig mun það hækka 1. júlí 2017 (1,5%) og 1. júlí 2018 (1,5%).
Nú er það svo að þetta á einungis við um þá sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum, ekki þá sem reglur um reiknað endurgjald á við. Fyrir þá aðila er valfrjálst hvort að mótframlagið er hækkað eða ekki.
Því munum við á næstu vikum vera í sambandi við alla þá sem við reiknum laun fyrir og göngum frá staðgreiðslu/tryggingagjalds skilagreinum til að fá staðfest hvað viðkomandi vill gera í sínu tilfelli.
Tryggingagjald mun lækka frá 1. júlí í 6,85%
kveðja,
starfsfólk Húnabókhalds ehf