Fréttir
21.06.16
Endurútreikningur TR
Nú liggur orðið fyrir endurútreikningur Tryggingastofnunar vegna 2015 og er niðurstaðan aðgengileg á mínum síðum á tr.is
Við munum, eins og áður, yfirfara niðurstöðuna fyrir þá sem þess óska. Þar sem að við höfum viðeigandi aðgang munum við gera þetta strax, aðrir sem óska eftir því að þetta sé skoðað þurfa að koma til okkar gögnum frá TR eða Íslykli viðkomandi. Íslykill er nauðsynlegur til að fá aðgang að þessu á netinu. Slíkan lykil má nálgast á island.is
kveðja,
starfsfólk Húnabókhalds