Í upphafi skattavertíðar lá fyrir að skilafrestur fagmanna var styttur verulega frá því sem áður hefur verið. Á þeim tímapunkti vorum við frekar svartsýn á að ná því að klára uppgjör fyrir alla okkar viðskiptavini. Með góðu skipulagi og löngum vinnudögum hefur okkur tekist að klára 99% af heildinni. Þeir sem eftir eru eiga einfaldlega eftir að skila inn gögnum. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa tekist þetta.
Hins vegar er okkur það alveg ljóst að önnur svona törn gengur varla upp. Vinnuálagið er ekki skynsamlegt fyrir nokkurn mann og að auki hræðumst við aukna villuhættu þegar að álagið er eins og það hefur verið. Við munum því endurskipuleggja okkar starf yfir árið með þetta í huga. Ljóst er að við þurfum að innkalla gögn frá viðskiptavinum oftar yfir árið og eins þurfum við að fá inn ÖLL gögn í hvert skipti, ekki bara það sem snertir vsk uppgjör. Á þetta sérstaklega við um bændur.
Við munum í sumar vera í sambandi við alla viðskiptavini sem þetta á við og fara yfir málið með þeim.
Álagning verður um mánuði fyrr á ferðinni heldur en undanfarin ár. Við minnum allar okkar viðskiptavini á að hafa samband þegar að álagning liggur fyrir telji þeir eitthvað athugavert við álagningarseðilinn.