laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
21.11.14
Endurgreiðsla VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði

Endurgreiðsla VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði

Eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis er endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af efni eða vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá.

Endurgreiðslan er m.a. háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið vsk-númer) á þeim tíma þegar vinnan er innt af hendi. Kaupandi þjónustunnar getur gengið úr skugga um hvort aðili er með opið vsk-númer með því að fletta upp kennitölu hans eða nafni hér.

Endurgreiðslur til eigenda frístundahúsnæðis falla úr gildi þann 1. janúar 2015 sem og lækkar endurgreiðsluhlutfall til íbúðareigenda úr 100% í 60%.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðu RSK