Endurgreiðsla VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði
Eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis er endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af efni eða vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá.
Endurgreiðslan er m.a. háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið vsk-númer) á þeim tíma þegar vinnan er innt af hendi. Kaupandi þjónustunnar getur gengið úr skugga um hvort aðili er með opið vsk-númer með því að fletta upp kennitölu hans eða nafni hér.
Endurgreiðslur til eigenda frístundahúsnæðis falla úr gildi þann 1. janúar 2015 sem og lækkar endurgreiðsluhlutfall til íbúðareigenda úr 100% í 60%.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðu RSK