laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
19.11.14
Reglur um skattmat

Starfsmönnum Húnabókhalds þykir rétt að benda viðskiptavinum okkar á breyttar reglur varðandi skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2014.  Helstu breytingar eru á reglum varðandi frádrátt vegna ökutækjastyrks og dagpeninga.

3.1 Frádráttur kostnaðar á móti ökutækjastyrk.

Frá ökutækjastyrk, sem launþegi skal færa til tekna, heimilast til frádráttar tiltekinn kostnaður á hvern ekinn kílómetra í þágu launagreiðanda. Aldrei leyfist hærri fjárhæð til frádráttar en talin er til tekna sem ökutækjastyrkur. Skilyrði fyrir frádrættinum er að fyrir liggi skriflegur afnotasamningur þar sem aksturserindum er skilmerkilega lýst og að færð hafi verið akstursdagbók eða akstursskýrsla, þ.m.t. á rafrænu formi, þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer viðkomandi ökutækis, sbr. reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu. Einnig þarf að liggja fyrir hver heildarakstur bifreiðar er á hverju ári. Færa skal þessi gögn reglulega og skulu þau vera aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau óska þess.

Til frádráttar heimilast fjárhæð sem tekur mið af heildarakstri í þágu launagreiðanda og því hvort greitt hefur verið fyrir almennan akstur (almennt gjald), akstur á vegum þar sem ekki er bundið slitlag (sérstakt gjald) eða akstur utan vega eða á vegslóðum sem ekki eru færir fólksbílum (torfærugjald). Gera þarf fullnægjandi grein fyrir því að starfslegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks gjalds og torfærugjalds séu uppfylltar. Frádráttur er ákvarðaður miðað við hver heildarakstur hefur verið í þágu launagreiðanda og þá fjárhæð sem gildir á því akstursbili, sbr. töflu að neðan. Frádráttur verður þó aldrei lægri fjárhæð en orðið hefði ef akstur hefði numið hámarksakstri samkvæmt aksturs­bilinu fyrir neðan. Hafi akstur t.d. numið 1.050 km skal miða frádrátt við 114 kr. á hvern km, en þó aldrei lægri fjárhæð en 116.000 kr. (þ.e. 1.000 km margfaldað með 116 kr.). Eftirfarandi fjárhæðir heimilast til frádráttar á móti greiðslum frá launagreiðanda vegna aksturs í hans þágu miðað við hvern ekinn kílómetra:

Akstur í þágu launagreiðanda

Frádráttur vegna almenns aksturs á hvern ekinn km

Frádráttur vegna sérstaks aksturs á hvern ekinn km

Frádráttur vegna torfæruaksturs á hvern ekinn km

0-1.000 km

116 kr.

133 kr.

168 kr.

1.001-2.000 km

114 kr.

131 kr.

165 kr.

2.001-3.000 km

112 kr.

129 kr.

162 kr.

3.001-4.000 km

98 kr.

113 kr.

142 kr.

4.001-5.000 km

96 kr.

110 kr.

139 kr.

5.001-6.000 km

94 kr.

108 kr.

136 kr.

6.001-7.000 km

92 kr.

106 kr.

133 kr.

7.001-8.000 km

90 kr.

104 kr.

131 kr.

8.001-9.000 km

88 kr.

101 kr.

128 kr.

9.001-10.000 km

86 kr.

99 kr.

125 kr.

10.001-11.000 km

82 kr.

94 kr.

119 kr.

11.001-12.000 km

80 kr.

92 kr.

116 kr.

12.001-13.000 km

78 kr.

90 kr.

113 kr.

13.001-14.000 km

76 kr.

87 kr.

110 kr.

14.001-15.000 km

74 kr.

85 kr.

107 kr.

15.001 og meira

68 kr.

78 kr.

99 kr.

Akstur launamanns á milli heimilis hans og venjulegs vinnustaðar telst ekki í þágu launagreiðanda. Aki launamaður hins vegar beint frá heimili sínu til annars vinnustaðar en hins venjulega að beiðni launagreiðanda getur verið heimilt að færa frádrátt á móti greiðslum fyrir slík afnot ökutækis, enda séu þau afnot af ökutæki launamanns beinlínis tengd starfi hans en ekki fólgin í því einu að komast á vinnustað.

3.2 Frádráttur á móti dagpeningum.

Frádráttur á móti dagpeningum sem launþegi hefur fengið greidda frá launagreiðanda sínum er heimill, enda hafi dagpeningarnir verið greiddir vegna tilfallandi ferða á vegum launagreiðandans utan venjulegs vinnustaðar og launþeginn sannanlega greitt gistingu samkvæmt reikningi og fæði og annan ferðatengdan kostnað, svo sem fargjöld að og frá flugvöllum. Frádrátturinn er jafnframt háður því skilyrði að fyrir liggi í bókhaldi launagreiðanda, sem og hjá launþega, gögn um tilefni ferðar og fjölda dvalardaga, fjárhæð ferðapeninga eða dagpeninga, svo og nafn og kennitala launþega. Fái launþegi greidda dagpeninga frá lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar hafa ráðandi stöðu þurfa ætíð jafnframt að liggja fyrir reikningar um kostnað vegna ferðalaga í þágu launagreiðandans. Frádráttur getur aldrei numið hærri fjárhæð en þeim kostnaði nemur sem sannað er að sé ferðakostnaður í þágu launagreiðandans.

Að uppfylltum framangreindum skilyrðum er leyfilegur frádráttur frá greiddum dag­peningum á árinu 2014 sem hér segir:

Frádráttur á móti dagpeningum innanlands.

kr.  

 

Fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring

22.355

 

Fyrir gistingu í einn sólarhring

11.555

 

Fyrir fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag

10.800

 

Fyrir fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag

5.400

Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér:  Skattmat 2014