laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
08.01.14
Skilafrestir og nýtt ár

Starfsmenn Húnabókhalds óska viðskiptavinum sínum gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir nýliðið ár.  Megi árið 2014 reynast okkur öllum gjöfult og gott.

Á áramótum er gott að rifja upp skilafresti sem muna þarf eftir þegar kemur að bókhaldi, vsk uppgjörum, ársuppgjörum og þess háttar skemmtilegum málum :)

  • Ársskilamáti VSK:  Þeir sem selja skattskyldar vörur eða þjónustu fyrir minna en 3.000.000 kr. á heilu almanaksári skulu á næsta almanaksári nota það sem uppgjörstímabil ef reiknað endurgjald er lægra en 150.000 kr. Ríkisskattstjóri tilkynnir aðila hafi hann verið færður í ársskil.  Gjalddagi vegna ársuppgjörs er 5. febrúar nk.
  • Sérreglur varðandi VSK skil í landbúnaðarstarfsemi:  Sérstök ákvæði gilda um uppgjör bænda og annarra skattaðila sem stunda landbúnað, þ.m.t. nytjaskógrækt. Uppgjörstímabil þeirra er sex mánuðir, janúar til júní og júlí til desember.  Gjalddagi vegna síðari hluta ársins 2013 (júlí-desember) er 3. mars nk þar sem að 1. mars ber upp á laugardegi.
  • Skilafrestur launamiða:  Skilafrestur er til 30. jan. 2014 sé launamiðum skilað á pappír, en til 10. febrúar 2014 sé launamiðum skilað á tölvutæku formi. 

    Fyrir þá sem við sjáum um launavinnslu fyrir þá verður launamiðum að sjálfsögðu skilað á réttum tíma.  Einnig munum við minna aðra viðskiptavini okkar á skilin og aðstoða eftir þörfum eins og undanfarin ár. 

    Minnum á opnunartíma skrifstofunnar frá kl 9-15 alla virka daga.  Ef ná þarf í starfsmann utan þess tíma þá er velkomið að hringja í síma 893-0816 eða senda tölvupóst á lena@hunabokhald.is