Fréttir
03.01.14
Staðgreiðsla 2014
Birtar hafa verið fjárhæðir og skatthlutföll sem gilda fyrir staðgreiðslu skatta af launum á tekjuárinu 2014.
Hlutföll og fjárhæðir
Skatthlutfall í staðgreiðslu
Skatthlutfall í staðgreiðslu er
- 37,30% af tekjum 0 - 290.000 kr.
- 39,74% af tekjum 290.001 - 784.619 kr.
- 46,24% af tekjum yfir 784.619 kr.
Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1999 eða síðar, er 6% (4% tekjuskattur, 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 180.000 kr.
Persónuafsláttur
Persónuafsláttur er 605.977 kr. á ári, eða 50.498 kr. á mánuði.
Hægt er að lesa nánar um þetta á vef RSK