laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
19.11.13
Vissir þú þetta???

Er þetta eitthvað sem þú getur nýtt þér?

Úr skattmati 2013:

2.6 – Samgöngugreiðslur

Ekki skal telja til skattskyldra hlunninda greiðslu launagreiðanda á kostnaði launþega vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar og/eða vegna ferða í þágu launageiðenda, ef nýttar eru almenningssamgöngur eða vistvænn samgöngumáti að hjámarki samtals 7.000kr á mánuði og að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

1.        Undirritaður sé formlegur samningur milli launagreiðenda og launþega um nýtingu á almenningssamgöngum eða vistvænum ferðamáta vegna ferða launþegans til og frá vinnu sinnar og/eða vegna ferða í þágu launagreiðanda.

2.       Með vistvænum samgöngumáta er átt við að nýttur sé annar ferðamáti en með vélknúnum ökutækjum samkvæmt skilgreiningu umferðalaga, t.d. reiðhjól eða ganga.

3.       Séu framangreind skilyrði ekki uppfyllt er alltaf um að ræða skattskyld hlunnindi án frádráttar ef greiðsla er vegna ferða launþega til og frá vinnu.