Fréttir
05.11.13
Takk fyrir komuna
Í morgun fengum við skemmtilega heimsókn frá nemendum 2. bekkjar í Blönduskóla. Heimsóknin var í tilefni af vinaviku í skólanum og færðu þau okkur fallegan vináttuvott. Það er okkur mikil ánægja að hengja hann upp hér á skrifstofunni, settum hann á dyrnar á leiðinni út þannig að allir sem hérna koma sjá þetta á leið þeirra út aftur eftir komuna.
Í þakklætisskyni fyrir komuna fengu krakkarnir allir endurskinsmerki frá Sjóvá sem nýtist þeim vonandi vel í myrkrinu sem er svo algeng þetta dagana.
Takk kærlega fyrir komuna krakkar - munum að vinátta er mikils virði