Í samfélagi okkar er sífellt fleira og fleira að verða rafrænt, mörgum okkar til mikillar hagræðingar þó að öðrum þyki þetta heldur mikið til ama. Í töluverðan tíma höfum við getað nýtt veflykil RSK til að nálgast flest þau gögn sem þurft hefur á að halda en nú er búið að breyta þessu kerfi talsvert og farið að gefa út svokallað Íslykil.
Því er nauðsynlegt fyrir marga viðskiptavini okkar að sækja um slíkan lykil og hafa hann tiltækan. Allar upplýsingar um þetta má finna með því að smella á myndina hér að neðan.
ALLIR veflyklar sem okkur eru afhentir eru að sjálfsögðu varðveittir á mjög öruggan hátt, hér eftir sem hingað til.
Ef einhver óskar nánari upplýsinga varðandi málið þá endilega hafið samband í síma 452-4321 eða 893-0816. Einnig má senda tölvupóst á lena@hunabokhald.is