laugardagur 30 september 09 2023
Nýjustu fréttir
Fréttir
Ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi í nóvember Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350...
18.02.21
Því miður þá þurfum við að tilkynna að fyrirhuguð opnun okkar á skrifstofu á...
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Húnabókhaldi og bjóðum við...
Fréttir
17.08.13
Áminning til viðskiptavina - bændur

Sérstök ákvæði gilda um uppgjör bænda og annarra skattaðila sem stunda landbúnað, þ.m.t. nytjaskógrækt. Uppgjörstímabil þeirra er sex mánuðir, janúar til júní og júlí til desember.

Ríkisskattstjóri getur heimilað þeim sem stunda landbúnað aukauppgjör á virðisaukaskatti ef í ljós kemur að þeir eiga kröfu á verulegri endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna kaupa á fjárfestingar- og rekstrarvörum. Aðilar sem stunda landbúnað geta einnig fengið heimild ríkisskattstóra til að nota almenn uppgjörstímabil.

Gjalddagi vegna landbúnaðar er tvisvar á ári, þ.e. 1. september vegna fyrri hluta árs og 1. mars vegna síðari hluta árs.

Minnum viðskiptavini okkar á að skila gögnum sem fyrst - þeir sem eru á ferðinni utan hefðbundins opnunartíma geta alltaf hringt í 893-0816 og við björgum málinu.  Verið velkomin á skrifstofuna.

kveðja, starfsfólk Húnabókhalds ehf