Eins og alltaf þá fer af stað í janúar annasamur tími á skrifstofu okkar. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá skattadagatal en þar eru týndir til allir þeir skilafrestir sem eru út árið. Eins og fyrri ár þá sjáum við um að minna okkar viðskiptavini á komandi skiladaga tímanlega.
Viljum við hvetja þá bændur sem það geta skili sem fyrst til okkar gögnum vegna seinni helming ársins 2011 svo hægt sé að byrja á vinnslu á vsk uppgjöri og undirbúning fyrir skattframtal 2012. Framtalsfresturinn er svipaður og fyrri ár en listinn okkar er langur og því mjög gott að geta verið tímanlega í þessari vinnu.
Opnunartími okkar er 9-15 alla virka daga en þurfi nauðsynlega að ná í okkur utan þess tíma þá er alltaf óhætt að hringja í 893-0816.