Fréttir
06.12.11
Öruggur desember
Aðventan er hátíð eftirvæntingar, með jólakökum, ljósum og kertum sem eru ómissandi. Fallegar kertaskreytingar og birtan frá kertaljósum er ómissandi á þessari árstíð. Það fær okkur allt of oft til þess að gleyma því hversu alvarlegir brunar geta orðið vegna kerta.
Enginn ætlar sér að ganga hirðuleysislega um kertaljós en stressið í desember er mikið. Því kemur það fyrir að það gleymist að slökkva á kertaljósunum, þrátt fyrir fögur fyrirheit.Eins einföld og falleg kerti eru þá er margt sem þarf að hafa í huga og gott að venja sig á við notkun þeirra.
Í desember býður Sjóvá viðskiptavinum sínum að fá gefins rafhlöðu í reykskynjarann. Munum að þessi litlu tæki geta bjargað mannslífum og það er góð regla að skipta um rafhlöðu a.m.k. einu sinni á ári.
Við bjóðum viðskiptavini Sjóvá velkomna til okkar á skrifstofuna, opnunartími frá kl 9-15 alla virka daga! Bendum einnig á góða fræðslu um eldvarnir á vef Sjóvá, hægt er að lesa með því að smella hér að neðan
Bestu kveðjur,
Starfsmenn Húnabókhalds ehf