Nú fer að líða að því að framkvæmdum við húsnæði fyrirtækisins að Húnabraut 13 sé lokið. Búið er að skipta um alla glugga, allar hurðir og gólfefni og mála allt húsnæðið. Einungis er frágangur eftir og þrif - og það sem bíður er að koma okkur fyrir aftur.
En þar sem stutt er í vsk skil fyrirtækja, sem í þetta skiptið er 7. febrúar, þá munum við ekki fara í flutninga til baka fyrr en því er lokið. Því biðjum við þá sem enn eiga eftir að koma með gögn til okkar að taka þau saman sem fyrst og koma þeim til okkar að Húnabraut 4 - efri hæð.
Hér hefur okkur gengið ágætlega, þröngt mega sáttir sitja segir einhvers staðar. Óneitanlega erum við samt farin að bíða spennt eftir að geta flutt okkur yfir aftur.
bestu kveðjur, starfsfólk Húnabókhalds ehf