Fréttir
03.01.11
Nýr starfsmaður
Í dag, 3. janúar hóf störf hjá okkur Ingunn María Björnsdóttir. Helstu verkefni verða færsla bókhalds, afstemmingar, greiðslumiðlun, þjónusta við viðskiptavini Sjóvá og almenn skrifstofustörf. Bjóðum við hana velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.
í dag er fyrsti dagurinn okkar í bráðabrigðahúsnæði að Húnabraut 4. Erum enn ekki búin að koma netsambandi á nema í gegnum "gsm pung" og því ekki alveg að fullu starfhæf. Vonandi kemst þetta allt í gang í dag.