Þann 22. desember sl kallaði Ríkisskattstjóri fulltrúa Félags bókhaldsstofa á sinn fund þar sem meðal annars kom fram að framtalsfrestur vegna skattframtala verður styttur töluvert mikið. Undanfarin ár hefur framtalsfrestur verið 31. maí en núna verður fresturinn styttur um uþb mánuð. Okkur hjá Húnabókhaldi þykir þetta heldur mikil breyting og setur þetta mikla pressu á okkur og kallar á endurskipulagningu á því hvernig við högum okkar vinnu á komandi framtalsvertíð.
Skattadagatal RSK má sjá á vef þeirra með því að ýta hér
Við munum að sjálfsögðu halda áfram að telja fram fyrir alla þá sem hafa verið á lista hjá okkur en munum strax í janúarlok fara að kalla inn gögn til að geta verið fyrr á ferðinni með framtölin. Reiknum með því að biðja bændur um að skila öllum gögnum um leið og vsk gögnum vegna seinni hluta árs 2010 er skilað. Munum að öðru leyti vera í sambandi og minna á okkur og skilafrestinn.
Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta þá endilega hafið samband í síma 452-4321 eða á netfangið lena@hunabokhald.is
Bestu kveðjur af Húnabraut 13!